Mary Hilson

Norræna sagnfræðingaþingið 2025 fór fram við Háskóla Íslands dagana 13. - 15 ágúst. Þetta var í 31. skiptið sem þingið var haldið og í þriðja skiptið sem þingið hefur verið haldið á Íslandi. Rúmlega 500 sagnfræðingar sóttu þingið sem var sett með lykilerindi Mary Hilson, prófessors við Háskólann í Árósum, í þéttsetnum aðalsal Háskólabíós. Auk hennar fluttu ávörp þær Silja Bára Ómarsdóttir háskólarektor, Ólöf Garðarsdóttir, forseti Hugvísindasviðs, og Rósa Magnúsdóttir, prófesssor og formaður undirbúningsnefndar þingsins.

Erindi Mary Hilson nefndist Animals and other workers in the making of the modern Nordic welfare states og var á sviði dýrasögu. Það gaf tóninn fyrir mjög fjölbreytt sagnfræðiþing en meðal umfjöllunarefnis þess má nefna umhverfissögu, sögu Rómafólks á Norðurlöndunum, heilbrigðissögu,  friðarhreyfingar, frumkvöðla, síðari heimsstyrjöld, listræna úrvinnslu á Helförinni, Norðurslóðir, popúlisma og sögu barna og ungmenna.

Til viðbótar við um145 málstofur og hringborð þá bauð Toby Erik Wikström upp á tvo hliðarviðburði fyrir doktorsnema og nýdoktora.  

Hliðarviðburður doktorsnema og nýdoktora

 

Norrænu sagnfræðibókaverðlaunin voru afhent á þinginu og að þessu sinni féllu þau í hlut bókarinnar Forced Migrants in Nordic Histories í ritstjórn Johanna Leinonen, Miika Tervonen, Hans Otto Frøland, Christhard Hoffmann, Seija Jalagin, Heidi Vad Jønsson og Malin Thor Tureby. 

NH book award 2025

 

Einnig var haldin glæsileg og vel sótt þingveisla í Gamla bíói þar sem Stefán Pálsson, sagnfræðingur, sá um veislustjórn og Guðni Th. Jóhannesson, prófessor í sagnfræði og fyrrverandi forseti Íslands, hélt skálarræðu.  

Stefán Pálsson

 

Guðni Th. Jóhannesson

 

Aðstandendur þingsins voru Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands í samvinnu við Sagnfræðingafélagið, Þjóðskjalasafn Íslands, Þjóðminjasafnið, Félag sögukennara og ReykjavíkurAkademíuna.

Hér fyrir neðan má sjá myndir úr málstofum og frá þinginu.

Share