Bragi Þorgrímur Ólafsson - verkefnalýsing

Handritasöfnun Jóns Sigurðssonar
Leiðbeinandi: Már Jónsson
Markmið ritgerðarinnar er að rannsaka handritasöfnun Jóns Sigurðssonar forseta í menningarlegu-og félagslegu samhengi. Jón var ötull handritasafnari og safnaði rúmlega 1.300 handritum á lífsleiðinni sem eru varðveitt í handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Hann hélt alla tíð uppi viðamiklu bréfasambandi við fjölda Íslendinga og sinnti fjölmörgum erindum fyrir þá og fékk oft í staðinn gömul handrit eða fágætar bækur. Í bréfasafni Jóns eru því að finna fjölmargar áhugaverðar heimildir frá fjölda fólks víða um land sem geta gefið innsýn í handritamenningu og handritaeign um miðbik nítjándu aldar. Í ritgerðinni  verður meðal annars leitast við að varpa ljósi á þennan þátt í ævistarfi Jóns, skoðað hvaða tilgangi söfnunin þjónaði, hvaða aðferðir hann notaði og hvernig tengslanet hans var byggt upp, skoðuð verða viðhorf og deilur um söfnun handrita á þessum tíma og kannað hvaðan handritin komu og frá hvers konar fólki.

The Manuscript Collecting of Jón Sigurðsson
Thesis supervisor: Már Jónsson
The manuscript collection of Jón Sigurðsson is now preserved at the National and University Library of Iceland. Jón collected over 1.300 manuscripts in the mid-nineteenth century along his work as a scholar and parliamentarian. To aquire these manuscripts, Jón  corresponded with a number of Icelanders of every class and location. As a result, there are numerous sources documenting Jón´s collecting that give an interesting insight into debates on the role and value of Icelandic manuscripts in the nineteenth century. This thesis will focus on those debates, the role of the manuscripts, both for Jón Sigurðsson and their previous owners.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is