Header Paragraph

Málstofa í félags- og hagsögu 2022-2023

Image
Málstofa haust 2022

Dagskrá Málstofu í félags- og hagsögu við Háskóla Íslands hefur verið kynnt fyrir haustmisseri 2022. Málstofan er umræðuvettvangur fyrir hvers konar efni í félags- og hagsögu á hvaða tímabili sem er. Hún er með óformlegu sniði þar sem fólki gefst tækifæri til að kynna rannsóknir sínar, verk í vinnslu jafnt sem útgefin verk, prófa nýjar hugmyndir og kenningar eða taka fyrri rannsóknir til gagnrýnnar skoðunar. Á eftir framsögum er gefinn góður tími til fyrirspurna og almennra umræðna. Málstofan er á vegum kennara í sagnfræði og viðskiptafræði í Háskóla Íslands og umsjón hafa sagnfræðiprófessorarnir Erla Hulda Halldórsdóttir, Guðmundur Jónsson og Ragnheiður Kristjánsdóttir og Sveinn Agnarsson, prófessor í viðskiptafræði.

Málstofan verður haldin annan hvern þriðjudag í stofu 311 í Árnagarði kl. 16:00–17:00. Verið öll velkomin.

Dagskrá haustmisseris 2022:

  • 20. september. Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar: Fékk einokunarverslunin ósanngjörn eftirmæli?
  • 4. október. Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði: Árstíðabundnar sveiflur í fæðingatíðni á Íslandi frá 1850
  • 18. október. Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor í sagnfræði: Kosningaréttur fátækra á Íslandi, 1903–1936
  • 1. nóvember. Hrafnkell Lárusson, sérfræðingur á Þjóðskjalasafni Íslands: Þátttaka kjósenda og félagslegur bakgrunnur frambjóðenda í alþingiskosningum 1874–1903
  • 15. nóvember. 15. nóvember. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir sagnfræðingur: Félagsleg staða ráðskvenna í sveit á síðari hluta 20. aldar
  •  29. nóvember. Helgi Skúli Kjartansson, fyrrv. prófessor í sagnfræði: Verðbólgusaga Íslands á 20. öld
Image
Málstofa haust 2022