Header Paragraph

Að lesa hinsegin sögu(r) í samtímanum

Image
Sam Holmqvist

Sam Holmqvist, lektor við háskólann í Södertörn í Svíþjóð, heldur fyrirlestur við Háskóla Íslands þar sem hán veltir upp leiðum til að lesa, skrifa og endurskapa hinsegin sögu. Holmqvist mun fjalla um niðurstöður rannsókna sinna á raunverulegum og skálduðum persónum 19. aldar sem stunduðu klæðskipti eða fóru á annan hátt yfir kynjamörk. Hvernig getum við lesið slíkar sögu í samtímanum? Getum við skilið lifaða reynslu þeirra sem fóru yfir mörk kyns og kyngervis með hliðsjón af trans sögu? Holmqvist mun einnig kynna Queerlit sem er stafrænt gagnasafn sem inniheldur sænsk hinsegin skáldverk. Markmiðið með gagnagrunninum er að auka aðgengi að hinsegin þemum með því að gera hinsegin bókmenntir leitarbærar sem mun einnig auðvelda yfirsýn í tíma. En er til einhver hinsegin saga sem bæði rúnasteinar og hljóðbækur samtímans tilheyra? Og ef svo er, hvernig eigum við að geta fjallað um þá sögu á nákvæman og skiljanlegan hátt.

Sam Holmqvist er með doktorspróf í samanburðarbókmenntafræði og starfar nú sem lektor í kynjafræði og rannsakandi í Queerlit-verkefninu við Södertörn Háskóla í Svíþjóð.

Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands 18. október kl. 13–14.30.

Fundarstjóri er Ásta Kristín Benediktsdóttir, lektor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands.

Viðburðurinn er hluti af dagskrá norræna rannsóknarnetsins Queering National Histories (styrkt af NOS-HS) í samstarfi við Bókmennta- og listfræðistofnun Háskóla Íslands, Rannsóknastofu um jafnrétti, kyngervi og menntun, Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands og Q – félag hinsegin stúdenta.

Image
Sam Holmqvist