Margrét Gunnarsdóttir - verkefnalýsing

Upphaf íslenskrar borgaramenningar. Borgaraleg viðhorf í íslensku samfélagi frá seinni hluta 18. aldar fram á miðja 19. öld, (1788–1854)
Leiðbeinandi: Anna Agnarsdóttir
Rannsóknin snýst um útbreiðslu borgaramenningar og borgaralegra viðhorfa í íslensku samfélagi frá lokum 18. aldar og fram til miðbiks 19. aldar. Meginviðfangsefni er að meta hvernig hin borgaralega menning, sem á sér evrópskar rætur, mótaði hversdagslíf einstaklinga og viðhorf þeirra. Áhersluþættir verða: greining á uppeldis- og menntunarviðhorfum, neysluháttum að borgaralegri fyrirmynd og að heimilinu, sem var miðdepill borgaralegrar tilveru. Hugtakið borgari verður skilgreint og athugað hversu margir tilheyrðu þessum samfélagshópi og hvernig þátttöku þeirra í opinberu lífi var háttað. Skoðað verður hvernig borgaralegum áhrifum reiddi af í íslensku samfélagi þar sem atvinnuhættir voru enn nokkuð frumstæðir og hvernig Íslendingar tóku nýjungum og erlendum hugmyndum sem vörðuðu veginn í átt að nútímasamfélagi Vesturlanda.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is