Skafti Ingimarsson - verkefnalýsing

Vér öreigar Íslands
Leiðbeinandi: Valur Ingimundarson
Verkefnið fjallar um upphaf og þróun kommúnistahreyfingar á Íslandi á 20. öld. Saga Kommúnistaflokks Íslands (1930-1938) og Sameiningarflokks alþýðu – Sósíalistaflokksins (1938-1968) er skoðuð í ljósi íslenskrar þjóðfélagsþróunar og alþjóðlegra hugmyndastrauma og svara leitað við þeirri spurningu af hverju hreyfingin varð jafn öflug og raun ber vitni. Áhersla er lögð á úrvinnslu nýrra frumheimilda, á borð við félagaskrár flokkanna, fundargerðir flokksdeilda og bréfasöfn forustumanna, sem varpa nýju ljósi á sögu hreyfingarinnar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is