Gísli Gunnarsson - ágrip

Gísli Gunnarsson er fæddur 1938. Hann lauk MA-Ordinary prófi við Háskólann í Edinborg 1961 og prófi í uppedis- og kennslufræðum við Háskóla Íslands 1964 en þar stundaði hann einnig nám í Íslandssögu. Gísli var gagnfræðaskóla- og framhaldsskólakennari árin 1961 til 1972. Árið 1972 fór hann til náms við hagsögudeild Háskólans í Lundi og var skráður þar í doktorsnám í hagsögu 1973. Gísli lauk doktorsrprófi árið 1983. Hann gerðist svo stundakennari við Háskóla Íslands árin 1982 til 1987, þar af fastráðinn frá 1985 (ígildi aðjúnkts í dag). Hann bar svo titilinn lektor á árunum 1987 til 1989, dósent árin 1989 til 1997 og loks prófessor frá árinu 1997 til starfsloka vegna aldurs árið 2008.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is