Um stofnunina

Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands annast rannsóknir í sagnfræði, hagnýtri menningarmiðlun og fornleifafræði, gengst fyrir ráðstefnum og fyrirlestrum og gefur út fræðirit.

Sjá nánar um hlutverk stofnunarinnar í starfsreglum hér á heimasíðunni.

Stjórn Sagnfræðistofnunar skipa Ragnheiður Kristjánsdóttir dósent (forstöðumaður), Guðni Th. Jóhannesson dósent, Steinunn J. Kristjánsdóttir prófessor og Margrét Gunnarsdóttir, fulltrúi doktorsnema.

Hugvísindastofnun, sem Sagnfræðistofnun á aðild að, er til húsa á 3. hæð í Aðalbyggingu. Þar hefur verkefnisstjóri aðsetur og nýtur Sagnfræðistofnun aðstoðar hans við bókhald, heimasíðu og fleira. Sími verkefnisstjóra Hugvísindastofnunar er 525 4462. Sími Ragnheiðar Kristjánsdóttur, forstöðumanns, er 525 5241.

Háskólaútgáfan hefur umsjón með dreifingu útgáfurita stofnunarinnar, sími 525 4003 - fax 525 5255 - hu@hi.is - vefur.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is