Aðstaða

Stofnunin hefur til umráða rannsóknarstofu, Guðnastofu, í Árnagarði við Suðurgötu en þar er bókasafn stofnunarinnar til húsa. Það var upphaflega myndað með gjöf frá erfingjum Guðna Jónssonar prófessors.

Sagnfræðistofnun hefur einnig til umráða skrifstofu í Gimli þar sem aðstaða er fyrir tvo gestafræðimenn. Í Gimli, innan vébanda Hugvísindastofnunar, er lesrými fyrir doktorsnema í sagnfræði og fornleifafræði og aðra doktorsnema við Hugvísindasvið, nýdoktora og gistiprófessora.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is