Upphaf og endalok stéttarhugtaksins

Laugardaginn 9. júní 2012 flutti Sir David Cannadine, prófessor í sagnfræði við Princeton-háskóla, minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar. Fyrirlesturinn bar heitið „Upphaf og endalok stéttarhugtaksins.“ David Cannadine er meðal þekktustu sagnfræðinga Breta, ekki síst fyrir bækur sínar um breska aðalinn og heimsveldið, en einnig fyrir rannsóknir sínar á stéttahugtakinu og ævisögur sínar. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands stóð að fyrirlestrinum og var hann haldinn í tengslum við 4. Íslenska söguþingið 2012. Sjá nánar hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is