Saga Breiðafjarðar

Rannsóknarverkefnið Saga Breiðafjarðar felur í sér víðfeðma langtímaþróun á afmörkuðu og um margt sérstöku svæði. Rannsóknin hefur beinst að samgöngum, verslun, landbúnaði, sjávarútvegi og sjávarnytjum, höfðingjum, lærðum mönnum, konum, vinnufólki, stjórnmálum, átökum og hversdagslífi og svo mætti áfram telja því að segja má að velt hafi verið við hverjum steini til að draga upp heilsteypta mynd af mörgum þáttum yfir langan tíma. Niðurstaðan verður öðruvísi þjóðarsaga en tíðkast hefur hér á landi þar sem sérkenni þessa svæðis eru dregin fram en einnig hvernig það var hluti af stærri heild, ekki einungis Íslandi heldur einnig Norður-Atlantshafinu.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is