Rannsóknir

Image
""

Fjölbreytt rannsóknastarf fer fram innan Sagnfræðistofnunar. Hér má fræðast um stærri rannsóknaverkefni og helstu rannsóknasvið innan Sagnfræðistofnunar. Þau spanna allt frá miðöldum til samtímans og ná yfir ólík svið mannlífs og samfélags:

Íslensk miðaldasaga er eitt meginrannsóknasviða deildarinnar. Áherslur kennara á sviðinu, Sverris Jakobssonar og Viðars Pálssonar, beinast einkum að hugmyndasögu, valdasögu, réttarsögu, sagnaritun og alþjóðlegu samhengi íslenskrar miðaldamenningar. Meðal yfirstandandi rannsóknaverkefna og samstarfs sem þeir leiða eða taka þátt í má nefna:

  • Víkingar í austurvegi, alþjóðlegt og þverfaglegt rannsóknarverkefni leitt af Sverri Jakobssyni.
  • Oddarannsókn, styrkt af Ritmenningu íslenskra miðalda (RÍM) og bæði Sverrir og Viðar eru þátttakendur í.
  • Staðarhóll í Dölum, styrkt af RÍM og Sverrir tekur þátt í.
  • Narrative Perspectives on Constructed Spaces in Old Norse Literature, sem Sverrir tekur þátt í og er í samvinnu við Árósarháskóla og Háskólann í Zürich
  • Samhengi Kristinréttar Árna Þorlákssonar, styrkt af Rannsóknasjóði (RANNIS) og leitt af Viðari Pálssyni og Anders Winroth (Oslóarháskóla) í samvinnu við Elizabeth Walgenbach.
  • Dominican Resonances, alþjóðlegt rannsóknarverkefni um Jón Halldórsson Skálholtsbiskup og Viðar er þátttakandi í. Stýrt af Miðaldastofu Háskóla Íslands.

Rannsóknir undanfarinna ára hafa snúist um stjórnsýslusögu og réttarfar frá 16. til 18. aldar, landbúnaðarsögu, hugarfar alþýðu, menningarviðleitni yfirstéttar og ímynd Íslands eins og hún birtist í ritum erlendra ferðamanna og höfunda. Kennarar sem sinna tímabilinu frá miðri 16. öld fram í byrjun 19. aldar eru Kristjana Kristinsdóttir, Már Jónsson, Sumarliði R. Ísleifsson og Guðmundur Jónsson.

Meðal rannsóknarefna í stjórnmála- og hugmyndasögu eru saga valds og andófs, lýðræði og þingræði, kyn og vald, tengsl menningar, valds og sjálfsmynda, stjórnmála- og hugmyndastefnur, pólitískar og félagslegar hreyfingar s.s. verkalýðshreyfing, nýlendustefna og síðnýlendustefna, tengsl sögu og minnis, þjóðernisstefna og þjóðernisvitund, utanríkismál og alþjóðasamskipti, hermál og saga norðurslóða. Kennarar sem rannsaka stjórnmála- og hugmyndasögu eru einkum Guðmundur Hálfdanarson, Guðmundur Jónsson, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Sumarliði R. Ísleifsson og Valur Ingimundarson.

Félags- og hagsaga rannsakar lífshætti og vinnu fólks í fortíðinni, breytingar á efnahagslífi og félagslegu skipulagi samfélagsins. Rannsóknir á sviðinu eru einkum stundaðar af Guðmundi Jónssyni og Má Jónssyni. Helstu viðfangsefni eru saga fjölskyldu og hjónabands, galdramál á 17. öld, efnismenning, saga mataræðis og hungursneyða, velferðarsamfélagið, hagvöxtur, hagþróun og utanríkisviðskipti. Stærri rannsóknarverkefni og þátttaka í rannsóknanetum á undanförnum árum eru:

Í kvenna- og kynjasögu fléttast saman rannsóknir á sögu kvenna og kynja, karlmennsku, kvenleika. Rannsóknir kvenna- og kynjasögu teygja anga sína inn á öll svið sagnfræðinnar og hafa m.a. snúist um stöðu, völd og áhrif kvenna á miðöldum, karllæga sagnaritun, samspil kyngervis og þjóðernis, menntunar og stjórnmála, svo nokkuð sé nefnt. Erla Hulda Halldórsdóttir og Ragnheiður Kristjánsdóttir Af nýlegum viðamiklum verkefnum sem tengjast námsbrautinni má nefna rannsóknarverkefnið Í kjölfar kosningaréttar. Félags- og menningarsöguleg rannsókn á konum sem pólitískum gerendum 1915-2015  og bókina Konur sem kjósa

Einsaga hefur fyrst og fremst tilvísun til einstaklingsins sem sögulegrar veru, fyrirbæra sem eru einstök í sjálfum sér, og smárra landfræðilegra eininga eins og þorpsins, bæjarins og svo framvegis. Einsagan vísar í einstakling, einstaka atburði eða litlar einingar. Sigurður Gylfi Magnússon hefur leitt rannsóknir í einsögu og fer fyrir Miðstöð einsögurannsókna. Miðstöðin gefur út Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar í samráði við Háskólaútgáfuna. Á vegum hennar eru unnin tvö verkefni:

Fræðimenn innan stofnunarinnar taka þátt í ýmsum norrænum og alþjóðlegum rannsóknarverkefnum. Í ársskýrslum Sagnfræðistofnunar eru upplýsingar um rannsóknir kennara, málþing, ráðstefnur, fundi og aðra viðburði.

Stofnunin styður rannsóknir kennara, doktorsnema og styrkþega auk þess sem hún stendur sjálf fyrir rannsóknarverkefnum. Fastir kennarar í sagnfræði og hagnýtri menningarmiðlun eru 12, auk stundakennara. Framhaldsnemar eru um eitt hundrað talsins, þar af eru á þriðja tug doktorsnema. Framhaldsnemar fá þjálfun og reynslu í vísindalegum vinnubrögðum með því að sinna rannsóknarstörfum tengdum námi og með þátttöku í verkefnum stofnunar og einstakra kennara. Málstofa doktorsnema í sagnfræði er fastur liður í doktorsnáminu.

Gestafræðimenn, þ. á m. nýdoktorarar, geta samið við Sagnfræðistofnun um að vinna að verkefnum undir hennar merkjum. Stofnunin hefur aðstöðu fyrir gesti sína í rannsóknastofu sagnfræðinnar, Guðnastofu, og þar er einnig bókasafn með úrvali rita um sagnfræði og íslenska menningu. Einnig er aðstaða fyrir gesti í sameiginlegu rými Hugvísindastofnunar í Gimli.

Miðstöð munnlegrar sögu var stofnuð 2007 að frumkvæði og með aðild Sagnfræðistofnunar en starfsemi hennar er nú í höndum Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns. Miðstöð einsögurannsókna heyrir undir Sagnfræðistofnun og er henni stýrt af Sigurði Gylfa Magnússyni prófessor.

Sagnfræðistofnun heldur úti Söguslóðum - Vef um íslenska sagnfræði og eru þær í umsjón Guðmundar Jónssonar prófessors. Á vefnum er að finna margs konar rafræn gögn um rannsóknir á íslenskri sögu og sagnfræði.