Sagnfræðistofnun er rannsóknastofnun innan Hugvísindastofnunar með aðsetur í Árnagarði. Meginviðfangsefni hennar allt frá stofnun 1971 hefur verið að efla rannsóknir í sagnfræði og síðar einnig í hagnýtri menningarmiðlun.

Stofnunin gengst fyrir útgáfu, ráðstefnum, fyrirlestrum og hvers kyns annarri starfsemi sem stutt getur rannsóknir og kennslu á starfssviði hennar. Einnig annast stofnunin þjónusturannsóknir fyrir opinbera aðila eða einkaaðila. Stofnunin leggur áherslu á tengsl rannsókna og kennslu, samskipti við alþjóðlegt háskólasamfélag og virka þátttöku í íslensku þjóðlífi.

Innan Sagnfræðistofnunar er öflugt fræðasamfélag kennara og framhaldsnema. Doktorsnemar eru á þriðja tug og fá þeir þjálfun og reynslu í vísindalegum vinnubrögðum.

Sýning um Íslandsleiðangur Joseph Banks

Í tilefni af því að 250 ár eru liðin frá Íslandsleiðangri Joseph Banks (1743–1820) hefur verið efnt til sýningar í Þjóðarbókhlöðunni um Banks og leiðangurinn, en um var að ræða fyrsta breska vísindaleiðangurinn til Íslands. Joseph Banks var enskur náttúrufræðingur og land­könnuður með brennandi áhuga á grasafræði. Hann var merkismaður á sinni tíð, fyrsti Íslandsvinurinn, verndari Íslands á stríðstímum og bjargvættur. Höfundar sýningarinnar eru Anna Agnarsdóttir og Sumarliði Ísleifsson. Sýningin er sett upp í samstarfi Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns við Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Háskóla Íslands, Náttúruminjasafn Íslands og British Library.

Sýningarskrá.

Image
Sýning um Íslandsleiðangur Joseph Banks

Sagnfræðistofnun 50 ára

Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands fagnar 50 ára starfsafmæli á þessu ári og af því tilefni hefur verið opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðu um sögu stofnunarinnar. Sýningin var opnuð að viðstöddum forseta Íslands, menntamálaráðherra og rekstors Háskóla Íslands. Hún verður opin til loka nóvember. Sýningin er samstarfsverkefni Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns