Hlaðvarp

Baðstofan

Baðstofan er hlaðvarp innan sagnfræðinnar og er í umsjón þriggja nemenda í BA-námi, Steinunnar Sigþrúðardóttur Jónsdóttur, Þórhildar Elísabetar Þórsdóttur og Bergdísar Klöru Marshall. Hlaðvarpið er liður í átaki Sagnfræðistofnunar til að skapa nýstárlegan vettvang fyrir miðlun sagnfræði til almennings með áherslu á lifandi og aðgengilega umfjöllun.

Í hlaðvarpinu er fjallað um rannsóknir kennara og nemenda  og leitast við að tengja þær við áleitin samtímamálefni. Þættirnir verða þrettán talsins og skiptast í nokkur efni. Í fyrstu fimm þátttunum er rætt við sagnfræðinga um rannsóknaraðferðir og nokkur mikilvæg svið sagnfræðinnar. Næstu fjórir þættir fjalla um verkefni nemenda, aðallega doktorsnema sem eru mislangt komnir í rannsóknum sínum. Þá koma tveir þættir um útgáfu sagnfræðilegs efnis og er horft á málin bæði frá sjónarhorni ritstjóra og höfunda. Að lokum eru tveir þættir þar sem rætt er um hvernig sögulegir viðburðir geta varpað ljósi á áleitin samtímamálefni á borð við COVID-19 og popúlisma.

Hlaðvarpinu er miðlað á flestum helstu streymisveitum, Spotify og Apple-Podcast-veitunni, svo og á Facebook-síðu og vefsíðu Sagnfræðistofnunnar. Hægt er að finna þættina á Spotify undir nöfnunum „Baðstofan“ eða „Tilfinningasaga“.

Verkefnið var unnið með styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna sumarið 2020. Umsjónarmenn þess eru Guðmundur Jónsson forstöðumaður Sagnfræðistofnunnar, Sigurður Gylfi Magnússon prófessor og Sumarliði Ísleifsson lektor í hagnýtri menningarmiðlun.

Hér er hægt að hlusta á þættina á Spotify.

Soundcloud