Mary Hilson

Norræna sagnfræðingaþingið 2025 fór fram við Háskóla Íslands dagana 13. - 15 ágúst. Um 500 sagnfræðingar sóttu þingið sem var sett með lykilerindi Mary Hilson, prófessors við Háskólann í Árósum, í þéttsetnum aðalsal Háskólabíós. Auk hennar fluttu ávörp þær Silja Bára Ómarsdóttir háskólarektor, Ólöf Garðarsdóttir, forseti Hugvísindasviðs, og Rósa Magnúsdóttir, prófesssor og formaður undirbúningsnefndar þingsins.

Erindi Mary Hilson nefndist Animals and other workers in the making of the modern Nordic welfare states og var á sviði dýrasögu. Það gaf tóninn fyrir mjög fjölbreytt sagnfræðiþing en meðal umfjöllunarefnis þess má nefna umhverfissögu, sögu Rómafólks á Norðurlöndunum, heilbrigðissögu,  friðarhreyfingar, frumkvöðla, síðari heimsstyrjöld, listræna úrvinnslu á Helförinni, Norðurslóðir, popúlisma og sögu barna og ungmenna.

Aðstandendur þingsins voru Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Sagnfræðingafélagið og Þjóðskjalasafn Íslands í samvinnu við Félag íslenskra safna og safnamanna, Félag sögukennara og ReykjavíkurAkademíuna.

Sjá einnig upplýsingar á vefsíðu þingsins.

Share