Um okkur

Image
Sagnfræðistofnun kynning

Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands var stofnuð árið 1971 og starfar innan Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands samkvæmt lögum um Háskóla Íslands, reglugerð Hugvísindastofnunar og reglum um stofnunina frá 2016.

Hlutverk Sagnfræðistofnunar er að vera vettvangur rannsókna í sagnfræði og menningarmiðlun, gangast fyrir ráðstefnum og fyrirlestrum og gefa út fræðirit. Henni er einnig ætlað að veita framhaldsnemum og gestafræðimönnum aðstöðu til rannsóknastarfa. Sjá nánar um hlutverk stofnunarinnar í starfsreglum hér á vefsíðunni.

Rannsóknastofa í sagnfræði, Guðnastofa, er í Árnagarði við Suðurgötu og þar er bókasafn stofnunarinnar. Bókasafnið er að stofni til gjöf frá erfingjum Guðna Jónssonar prófessors. Sagnfræðistofnun hefur einnig til umráða skrifstofu í Gimli þar sem aðstaða er fyrir tvo gestafræðimenn. Í Gimli er einnig lesrými fyrir doktorsnema í sagnfræði og aðra doktorsnema við Hugvísindasvið, nýdoktora og gistiprófessora.