Header Paragraph

Afmælissýning opnuð

Image
Sagnfræðistofnun kynningargripir í glerkassa

Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands fagnar 50 ára starfsafmæli á þessu ári og af því tilefni hefur verið opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðu um sögu stofnunarinnar. Á sýningunni er varpað ljósi á starfssögu Sagnfræðistofnunar, kennara og nemendur, rannsóknir, útgáfu og kennslu í sagnfræði um hálfrar aldar skeið. Þar eru til sýnis fjölmargar ljósmyndir úr Skjalasafni Sagnfræðistofnunar, Myndasafni HÍ og fleiri söfnum. Einnig eru á sýningunni myndskeið úr safni RÚV og Skjalasafni Háskóla Íslands og hljóðupptökur úr safni Miðstöðvar munnlegrar sögu.

Sýningin var opnuð að viðstöddum forseta Íslands, menntamálaráðherra og rekstors Háskóla Íslands. Hún verður opin til loka nóvember. Sýningin er samstarfsverkefni Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Smellið hér til að skoða sýningarskrá (pdf) og hér til að skoða myndir frá opnuninni

Smellið hér til að horfa á upptöku frá opnuninni á Youtube.

Smellið hér til að hlýða á þau Guðmund Jónsson, Helga Þorláksson og Ragnheiði Kristjánsdóttur ræða um stofnunina á þessum tímamótum.

 

Image
Sagnfræðistofun fólk á samkomu