Header Paragraph
Dagskrá Norræna sagnfræðingaþingsins
Dagskrá 31. Norræna sagnfræðingaþingsins hefur nú verið birt á vefsíðu þingsins, nhm2025.is, en þingið verður að þessu sinni haldið í Reykjavík.
Stjórn Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands hvetur öll áhugasöm um að skrá sig sem fyrst til þátttöku á ráðstefnunni en ráðstefnugjaldið hækkar 5. júní næstkomandi. Áhugasöm eru einnig hvött til að fylgjast með fréttum af þinginu en bráðum verður hægt að skrá sig í ráðstefnukvöldverð.
Aðstandendur þingsins eru Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Sagnfræðingafélagið og Þjóðskjalasafn Íslands í samvinnu við Félag íslenskra safna og safnamanna, Félag sögukennara og ReykjavíkurAkademíuna.
Image
