Header Paragraph

Femínískur aktívismi á Íslandi í tuttugu ár: 2003-2023

Image

Sagnfræðistofnun og námsbraut í kynjafræði bjóða til málþings þann 13. október næstkomandi í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því að nýju lífi var blásið í jafnréttisbaráttuna m.a. með stofnun Femínistafélag Íslands. Það ár voru Samtök kvenna af erlendum uppruna, W.O.M.E.N. jafnframt stofnuð. Litið verður yfir farinn veg, áherslur, aðgerðir, orðræður, strauma í kynjajafnréttisbaráttu á Íslandi síðustu 20 ár.

Eftir stutt erindi verða pallborðsumræður.

Framsögufólk:

  • Katrín Anna Guðmundsdóttir – Fyrsta talskona Femínistafélags Íslands og sérfræðingur í kynjajafnréttismálum.
  • Tatjana Latinović – Formaður Kvenréttindafélags Íslands og stofnaðili W.O.M.E.N. Samtaka kvenna af erlendum uppruna.
  • Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir – Rithöfundur, meðstofnandi My Genderation og fv. formaður Trans Ísland.
  • Arnar Gíslason og Hjálmar Sigmarsson – Kynjafræðingar og fyrrverandi meðlimir karlahóps Femínistafélags Íslands.
  • Nanna Hlín Halldórsdóttir – Heimspekingur og nýdoktor við heimspekistofnun.
  • Valgerður Pálmadóttir – Hugmyndasagnfræðingur og nýdoktor við Sagnfræðistofnun.

Fundarstjóri: Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor í kynjafræði.

Staður og tími: stofa 0008 í Veröld, húsi Vigdísar, kl. 13.20-16.00.

Í lok málþings verður boðið upp á léttar veitingar í Veröld.

Öll velkomin!