Málþing til heiðurs Guðmundi Jónssyni

Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands bauð til málþings til heiðurs Guðmundi Jónssyni prófessor sjötugum þann 19. september síðastliðinn. Guðmundur varð lektor í sagnfræði við HÍ árið 1998 en lætur nú af störfum.

Málþingið var haldið í hátíðarsal Háskóla Íslands og var vel sótt. Vinir og samstarfsfólk í fræðunum héldu stutt erindi sem tengdust rannsóknarsviðum Guðmundar síðastliðin fimmtíu ár. Þar má nefna hagsögu, vinnuhjú, velferðarríkið, neyslusögu og matarmenningu, félagssögu, hungur og harðindi og verslun og viðskipti. Góður rómur var gerður að erindunum þar sem lagt var upp úr léttleika og skemmtun þótt fræðin hafi aldrei verið langt undan.

Að þinginu loknu var boðið upp á léttar veitingar.

Dagskrá málþingsins: 

Fundarstjóri: Rósa Magnúsdóttir prófessor, forstöðumaður Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands

  • Ávarp: rektor Háskóla Íslands. Silja Bára Ómarsdóttir.
  • Ávarp námsbrautar. Valur Ingimundarson.
  • Vinnuhjú – fyrstu sporin. Erla Hulda Halldórsdóttir.
  • Í heimi hagsögu og þjóðhagsreikninga. Sveinn Agnarsson, Magnús S. Magnússon og Magnús Sveinn Helgason.
  • Matur, neysla. Hrefna Róbertsdóttir, Sólveig Ólafsdóttir.
  • Átjánda öldin – 1703. Ólöf Garðarsdóttir og Óskar Guðlaugsson.
  • Nemendur heilsa upp á Guðmund. Baldvin Már Baldvinsson, Sara Margrét Ragnarsdóttir, Agnar Tómas Möller og Ragnhildur Björt Björnsdóttir.

Hlé í 15 mínútur

  • Danir á Íslandi. Auður Hauksdóttir og Íris Ellenberger.
  • Velferðin. Stefán Ólafsson.
  • Verslunarsagan. Sumarliði R. Ísleifsson og Helgi Þorláksson.
  • Samstarfsmenn og vinir. Anna Agnarsdóttir og Vilhjálmur Árnason.
  • Guðnastofa. Guðni Th. Jóhannesson.
Share