Kynferðisútlagar og fyrirmyndarborgarar
Kynferðisútlagar og fyrirmyndarborgarar leiðir saman fræðimenn á sviði hinsegin sögu og bókmennta frá Íslandi, Írlandi, Danmörku og Finnlandi. Viðburðurinn er lokaráðstefna rannsóknarverkefnisins Frá kynferðisútlögum til fyrirmyndarborgara sem hefur verið starfandi frá árinu 2020 með verkefnisstyrk frá RANNÍS og Rannsóknasjóði Háskóla Íslands. Viðburðurinn er haldinn í samvinnu við Samtökin '78, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands og Bókmennta- og listfræðistofnun Háskóla Íslands.
Ráðstefnan fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands sem er aðgengilegur fólki með hreyfihömlun. Boðið verður upp á táknmálstúlkun ef eftir því er óskað (vinsamlega hafið samband við irisel@hi.is eða flora@hi.is)
Viðburðurinn fer fram á ensku.
Dagskrá:
12.00-12.05 Málþingið sett
12.05-13.45 Hinsegin aktívismi í (þver)þjóð(ernis)legu ljósi
- Peter Edelberg, Kaupmannahafnarháskóli: Deconstructing the Nation: Transnational Development of LGBT+ Activism in Scandinavia 1948-2021
- Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, Háskóli Íslands: The public, the private and the homos. The making of the Icelandic homosexual in the 1980s
- Þorsteinn Vilhjálmsson, Háskóli Íslands: Killing Joy: Re-Imagining the Nation through Queer Joy at the Reykjavík Pride Parade
- Anne Mulhall, University College Dublin: Queer Narratives After Marriage: Trauma, Joy and the Contemporary Irish Queer Memoir
13.45-14.05 Kaffihlé
14.05-15.25 Hinsegin bókmenntir í (þver)þjóð(ernis)legu ljósi
- Ásta Kristín Benediktsdóttir, Háskóli Íslands: Queer modernist or mere provoker? Halldór Laxness‘ writings on gender, sexuality and nationality in the 1920s and 30s
- Kaisa Ilmonen, Háskólinn í Turku: Intersectional and Transnational Cultural Memory in Michelle Cliff’s Free Enterprise
- Anna Rós Árnadóttir, Háskóli Íslands: Frog men, fleeting spaces and the roadless sea: the ocean as queer space in the works of Guðbergur Bergsson
15.30-16.30 Margradda kór. Að púsla saman fortíðinni til að byggja upp hinsegin framtíð. Framsögur og pallborðsumræður. Þátttakendur:
- Ásta Kristín Benediktsdóttir, Háskóla Íslands
- Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78
- Íris Ellenberger, Háskóla Íslands
- Lana Kolbrún Eddudóttir, blaðamaður, sagnfræðingur og fyrrum formaður Samtakanna '78