Header Paragraph

Málstofa í félags- og hagsögu

Image

Málstofa í félags- og hagsögu í Háskóla Íslands er umræðuvettvangur fyrir hvers konar viðfangsefni í félags- og hagsögu á hvaða tímabili sem er. Málstofan er með óformlegu sniði þar sem fólki gefst tækifæri til að kynna rannsóknir sínar, verk í vinnslu jafnt sem útgefin verk, prófa nýjar hugmyndir og kenningar eða taka fyrri rannsóknir til gagnrýnnar skoðunar. Á eftir framsögum verður gefinn góður tími til fyrirspurna og almennra umræðna. Málstofan er á vegum kennara í sagnfræði og viðskiptafræði í Háskóla Íslands og umsjón hafa Erla Hulda Halldórsdóttir, prófessor í sagnfræði (ehh@hi.is), Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði (gudmjons@hi.is), Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor í sagnfræði (ragnhk@hi.is) og Sveinn Agnarsson, prófessor í viðskiptafræði (sveinnag@hi.is9)

Málstofan er haldin annan hvern þriðjudag í stofu 304 í Árnagarði kl. 16:00–17:00

Dagskrá haustmisseris 2024:

  • 10. september. Arnheiður Steinþórsdóttir: Frá munaðarvöru yfir í þarfaþing. Áhrif saumavélarinnar á íslenskt samfélag 1865–1920.
  • 24. september. Þórður G. Guðmundsson: Konur sem kusu. Greining á kosningaþátttöku kvenna 1883–1910.
  • 8. október. Kristrún Halla Helgadóttir: Manntalið 1753 og óvenjulegur aðdragandi þess.
  • 22. október. Óðinn Melsteð: Olíuverð og orkuskipti: Viðbrögð Íslendinga við olíukreppunum
  • 5. nóvember. Gunnar Þór Bjarnason: Marel og þjóðarsagan: Hvernig skrifar maður fyrirtækjasögu?
  • 19. nóvember. Glúmur Gylfason. Jónas (frá Hriflu) kveðinn niður: Félagssaga með tónlistarinnslag