Header Paragraph

Málstofa í félags- og hagsögu á haustmisseri 2023

Image

Málstofa í félags- og hagsögu á haustmisseri 2023 hefst þriðjudaginn 5. september með erindi Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur, Metnaður í mælingum: Mat á hagsæld fyrr og nú

Málstofan verður annan hvern þriðjudag í stofu 422 í Árnagarði kl. 16:00–17:00. Hún er haldin í samvinnu kennara í sagnfræði og viðskiptafræði við H.Í. og er vettvangur fyrir hvers konar efni í félags- og hagsögu á hvaða tímabili sem er. Í henni gefst mönnum tækifæri til að kynna rannsóknir sínar, verk í vinnslu jafnt sem útgefin verk, prófa nýjar hugmyndir og kenningar eða taka fyrri rannsóknir til gagnrýnnar skoðunar. Málstofan er með óformlegu sniði og á eftir erindum verður gefinn góður tími til fyrirspurna og almennra umræðna.

Dagskrá haustmisseris:

5. september. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir: 
Metnaður í mælingum: Mat á hagsæld fyrr og nú

19. september. Kristjana Kristinsdóttir
Lénið Ísland 1645–1648: Mannlíf og útgerð á Bessastöðum og Viðey

3. október. Jón Viðar Sigurðsson:
Hagkerfi víkingaaldar og landnám Íslands

17. október. Margrét Gunnarsdóttir:
Ísland sem vænlegt verslunarland í alþjóðlegri verslun Danaveldis: Opinber umræða um afnám einokunar 1770–1772

31. október. Guðmundur Jónsson:
Efnahagslegur ójöfnuður á Íslandi á 18. öld í alþjóðlegu samhengi

14. nóvember. Sumarliði R. Ísleifsson:
Verkalýðshreyfing, mýtur og verkfallið 1955

28. nóvember: Hrefna Róbertsdóttir:
Þéttbýli og byggðamenning um 1700