
Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands efnir til málstofu um félags- og hagsögu á haustmisseri 2025. Fyrirlestrarnir verða haldnir í stofu 304 í Árnagarði annan hvorn þriðjudag kl. 16:00-17:00, frá 23. september til og með 2. desember. Athugið að síðasta málstofa misserisins verður í stofu 101 í Odda.
Málstofa í félags- og hagsögu í Háskóla Íslands er umræðuvettvangur fyrir hvers konar viðfangsefni í félags- og hagsögu á hvaða tímabili sem er. Málstofan er með óformlegu sniði þar sem fólki gefst tækifæri til að kynna rannsóknir sínar, verk í vinnslu jafnt sem útgefin verk, prófa nýjar hugmyndir og kenningar eða taka fyrri rannsóknir til gagnrýnnar skoðunar. Á eftir framsögum verður gefinn góður tími til fyrirspurna og almennra umræðna. Málstofan er á vegum kennara í sagnfræði og viðskiptafræði í Háskóla Íslands og umsjón nú á haustmisseri hafa Erla Hulda Halldórsdóttir, prófessor í sagnfræði (ehh@hi.is) og Sveinn Agnarsson, prófessor í viðskiptafræði (sveinnag@hi.is).
Dagskrá haustmisseris 2025:
- 23. september. Björn Jón Bragason lögfræðingur og sagnfræðingur. Pólitískt félagsstarf í mótun. Saga Landsmálafélagsins Varðar.
- 7. október. Óskar Örn Arnórsson arkitekt. Að drepa evrópsku konuna úr dróma: Marshallaðstoðin og híbýli kolanámumanna í Ruhr, 1951-4.
- 21. október. Ragnhildur Hólmgeirsdóttir sagnfræðingur. „Vitnið tók svo í hennar vinstra brjóst, og kom þar út mjólk.“ Handmjólkanir á sakborningum í dulsmálum á 18. öld.
- 4. nóvember. Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur. Skynjun og skynfæri – manna og dýra.
- 18. nóvember. Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur. Þverþjóðleg tengsl – Ólíkar birtingarmyndir Vesturheimsferða á 19. öld.
- 2. desember, 101 Odda. Hrafnkell Lárusson sagnfræðingur. „Kjósendur gjörsamlega ófrjálsir.“ Um kosningabaráttu fyrir alþingiskosningar á landshöfðingjatímanum.