Málstofa í félags- og hagsögu á vormisseri 2023
Dagskrá Málstofu í félags- og hagsögu hefur verið kynnt fyrir vormisseri 2023. Málstofan er umræðuvettvangur fyrir hvers konar efni í félags- og hagsögu á hvaða tímabili sem er. Hún er með óformlegu sniði þar sem fólki gefst tækifæri til að kynna rannsóknir sínar, verk í vinnslu jafnt sem útgefin verk, prófa nýjar hugmyndir og kenningar eða taka fyrri rannsóknir til gagnrýnnar skoðunar. Á eftir framsögum er gefinn góður tími til fyrirspurna og almennra umræðna. Málstofan er á vegum kennara í sagnfræði og viðskiptafræði í Háskóla Íslands og umsjón hafa sagnfræðiprófessorarnir Erla Hulda Halldórsdóttir, Guðmundur Jónsson og Ragnheiður Kristjánsdóttir og Sveinn Agnarsson, prófessor í viðskiptafræði.
Málstofan verður haldin annan hvern þriðjudag í stofu 304 í Árnagarði kl. 16:00–17:00. Verið öll velkomin.
Dagskrá vormisseris 2023:
- 17. janúar. Vilhelm Vilhelmsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs H.Í. á Norðurl. vestra: Nýir straumar í vinnusögu.
- 31. janúar. Magnús S. Magnússon, sérfræðingur á Hagstofu Íslands: Hagræn þróun sjávarútvegs 1860-2020. Leitin að skýringum á þversögn í mynd okkar af útvegi 19. aldar.
- 14. febrúar. Guðný Hallgrímsdóttir, sagnfræðingur: Líf og störf Möðruvallakvenna 1790–1820.
- 28. febrúar. Sveinn Máni Jóhannesson, nýdoktor í sagnfræði við H.Í.: Tæknipólitík og kapítalismi við upphaf samgöngu- og markaðsbyltingar 19. aldar.
- 14. mars. Ásgerður Magnúsdóttir, BA í sagnfræði: Hvers virði eru húsmæður? Heimilisstörf kvenna og þjóðhagsreikningar.
- 28. mars. Sigfús Jónsson, landfræðingur: Hlutverk ríkisins í hagvexti og hagþróun 1960–2000. Samanburður á Íslandi og Möltu.
- 4. apríl. Sverrir Jakobsson, prófesssor í sagnfræði: Skattar og myndun ríkisvalds á Íslandi á 12. og 13. öld.