Málstofa í félags- og hagsögu á vormisseri 2024
Málstofa í félags- og hagsögu á vormisseri 2024 hefur göngu sína 16. janúar með erindi Más Jónssonar sem nefnist Húsmennska og lausamennska í manntalinu 1762.
Málstofan verður annan hvern þriðjudag í stofu 311 í Árnagarði kl. 16:00–17:00. Hún er haldin í samvinnu kennara í sagnfræði og viðskiptafræði við Háskóla Íslands og er vettvangur fyrir hvers konar efni í félags- og hagsögu á hvaða tímabili sem er. Í henni gefst mönnum tækifæri til að kynna rannsóknir sínar, verk í vinnslu jafnt sem útgefin verk, prófa nýjar hugmyndir og kenningar eða taka fyrri rannsóknir til gagnrýnnar skoðunar. Málstofan er með óformlegu sniði og á eftir erindum verður gefinn góður tími til fyrirspurna og almennra umræðna.
Dagskrá vormisseris 2024:
- 16. janúar. Már Jónsson: Húsmennska og lausamennska í manntalinu 1762
- 30. janúar. Erla Dóris Halldórsdóttir: Skæðasta tímabil berklaveikinnar, 1890 til 1950
- 13. febrúar: Matthías Aron Ólafsson: Konunglegar rannsóknarnefndir sem stjórntæki: Borgundarhólmur 1738–1739
- 27. febrúar. Erla Hulda Halldórsdóttir: „Hann vill liggja dauður með og fyrir okkur.“ Fjölskyldusaga frá fyrri hluta nítjándu aldar
- 12. mars. Guðmundur Hálfdanarson: „Féll hér meiri ólyfjan á jörðina en frá megi segja.“ Úr hverju dó fólk í móðuharðindum?
- 26. mars. Hrafnkell Lárusson: Voru þetta alltaf sömu karlarnir sem kusu? Rýnt í félagslega stöðu kjósenda á landshöfðingjatímanum