Guðmundur Jónsson

Í tilefni af því að Guðmundur Jónsson prófessor í sagnfræði hefur látið af störfum býður Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands til málþings honum til heiðurs í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands hinn 19. september næstkomandi kl. 14:00-16:30. Þar munu vinir og félagar í fræðunum halda stutt en snörp erindi um nokkur þau rannsóknarsvið sem Guðmundur hefur fengist við síðastliðin 50 ár. Þar má nefna hagsögu, velferðarríkið, neyslusögu og matarmenningu, félagssögu, hungur og harðindi og verslun og viðskipti.

Dagskrá: 

  • 14:00 Málþing sett
  • 14:02 Ávarp: rektor Háskóla Íslands.
  • 14:10 Ávarp námsbrautar.
  • 14:20 Vinnuhjú – fyrstu sporin.
  • 14:26 Í heimi hagsögu og þjóðhagsreikninga
  • 14:45 Matur, neysla
  • 14:55 Átjánda öldin
  • 15:10 Nemendur heilsa upp á Guðmund
  • 15:20 Hlé í 15 mín.
  • 15:35 Danir á Íslandi
  • 15:47 Velferðin
  • 15:53 Verslunarsagan
  • 16:05 Samstarfsmenn og vinir
  • 16:20 Guðnastofa

Fundarstjóri er Rósa Magnúsdóttir, prófessor og forstöðumaður Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands. Boðið verður upp á léttar veitingar að málþinginu loknu. 

Guðmundur Jónsson lauk BA-námi í sagnfræði og þjóðfélagsfræði við HÍ árið 1979, cand. mag- prófi árið 1983 og doktorsprófi í hagsögu við London School of Economics and Political Science árið 1992. Guðmundur varð lektor í sagnfræði við HÍ árið 1998 og prófessor árið 2004.

Af bókum hans má nefna stórvirkið Hagskinnu. Sögulegar hagtölur um Ísland (1997), sem hann tók saman ásamt Magnúsi S. Magnússyni. Einnig bækurnar Líftaug landsins. Saga Íslenskrar utanlandsverslunar (2017) og Ástand Íslands um 1700. Lífshættir í bændasamfélagi (2024), en báðar eru þær greinasöfn sem byggja á stórum rannsóknarverkefnum.

Share