Header Paragraph

Málþing um Sir Joseph Banks, Daniel Solander og Íslandsleiðangurinn

Image
Joseph Banks

Í tilefni af því að 250 ár eru liðin síðan fyrsti breski vísindaleiðangurinn sótti Ísland heim árið 1772, heldur Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands málþing í Þjóðarbókhlöðu þann 29. ágúst í samvinnu við sænska sendiráðið á Íslandi. Þennan sama dag fyrir nákvæmlega 250 árum steig Sir Joseph Banks hér fyrst á land ásamt fjölmennu liði vísinda- og listamanna. Ferð hans til Íslands vakti mikla athygli samtímamanna og í Napóleonsstyrjöldunum reyndist Banks íslensku þjóðinni einstaklega vel sem verndari landsins og bjargvættur.

Erlendir fyrirlesarar eru Sverker Sörlin prófessor sem mun halda erindi um sænska grasafræðinginn Daniel Solander, nánasta samstarfsmann Banks, og Dr Neil Chambers sem fjallar um útgáfustörf Banks. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur ræðir um eldfjöll en aðaltilgangur Banks með Íslandsförinni var að ganga á Heklu. Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur og Gísli Már Gíslason líffræðingur fjalla um vísindaskýrslur leiðangursins en þær hafa aldrei verið rannsakaðar fyrr. Loks munu sagnfræðingarnir Anna Agnarsdóttir og Sumarliði Ísleifsson ræða um arfleifðina: Íslandsvininn Banks og myndirnar sem listamenn Banks teiknuðu í Íslandsförinni og sem nú má sjá á sýningu sem stendur yfir í Þjóðarbókhlöðunni.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnar þingið og Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands flytur ávarp. Málþingið fer fram á ensku og er öllum opið á meðan að húsrúm leyfir.

Dagskrá:

 • 13:00 – 13:20 Opening
  - Chair: Professor Sverrir Jakobsson
  - Katrín Jakobsdóttir, Prime Minister of Iceland
 • - Jón Atli Benediktsson, Rector of the University of Iceland
 • 13:20 – 14:30 Aspirations of Exploration
  - “A very very short introduction to the Iceland Expedition of 1772.” Anna Agnarsdóttir, Professor Emeritus of History, University of Iceland.
  - “Natural history and the ‘improvement of the world’ -- Iceland and other northern dimensions”. Sverker Sörlin, Professor of Environmental History, KTH Royal Institute of Technology, Stockholm.
  “Banks and the Icelandic volcanoes.” Páll Einarsson, Professor Emeritus of Geophysics, University of Iceland
 • 14:30 – 14:45 Coffee break
 • 14:45 – 15:45 Scientific writings
  - “Sir Joseph Banks and the publishing world of his day.” Neil Chambers, Executive Director of the Sir Joseph Banks Archive Project
  - “Banks and Solander: The Scientific Papers of the Iceland Expedition.” Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Professor of Botany, University of Iceland and Gísli Már Gíslason, Professor Emeritus of Limnology, University of Iceland.
 • 15:45 The Legacy and Discussion
  - “The Banks expedition, images, historical importance and representations.” Sumarliði R. Ísleifsson, Associate Professor in Cultural Communication, University of Iceland.
  - “Revisiting Banks and Iceland 1772-2022.” Anna Agnarsdóttir, Professor Emeritus of History, University of Iceland.
 • 17:00 – 18:00 Reception at the invitation of the Rector of the University of Iceland.
Image
Joseph Banks