Header Paragraph

Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar: Mikhail Boytsov

Image

Mikhail Boytsov, prófessor í miðaldasögu við háskólann í Düsseldorf og áður við Higher School of Economics í Moskvu, flytur Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar 2023 á vegum Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands. Fyrirlestur Boytsov ber titilinn Not only Sverrir: the dead rulers sitting on their thrones.

Fyrirlesturinn verður haldinn í sal 132 í Öskju, miðvikudaginn 16. ágúst og hefst kl. 16:00. Fjallað verður um frásagnir af konungum á miðöldum sem eftir andlátið voru hafðir til sýnis í hásætum sínum í nokkra stund en ekki látnir liggja á börum. Í Sverris sögu segir frá því að Sverrir Sigurðsson konungur Noregs hafi óskað eftir því að sitja í hásæti sínu látinn og eru ekki önnur dæmi um slíkt í norrænum frásögnum, en ófá frá meginlandi Evrópu.

Fundarstjóri verður Sverrir Jakobsson, prófessor í sagnfræði við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði, HÍ.

Lýsing á erindinu á ensku:

Not only Sverrir: the dead rulers sitting on their thrones

When, in 1202, King Sverrir of Norway felt the approach of his death, he expressed, according to the saga, his wish to meet death while sitting on his throne. In Scandinavian history, this seems to be the only such episode, except, of course, for the "living dead", who were believed to live under some burial mounds. Meanwhile, in continental Europe, a number of episodes were described when the ruler, after his death, was exhibited not lying on the mourning bed, but sitting on the throne. Regardless of whether such scenes were created by the imagination of the narrators or whether they really took place, the dead ruler on the throne is always a powerful image with that deserves an attempt to be deciphered, or to realize that there is no decipherment at all.