Norrænir menn í Austurvegi

Í Hamri 201, laugardaginn 21. maí kl. 9.00-10.30.

Víkingaferðir norrænna manna á 8., 9. og 10. öld beindust bæði í vesturátt, til Norður-Atlantshafsins, Bretlandseyja og Vestur-Evrópu, og í austurátt, yfir sléttur Rússlands og alla leið til Konstantínópel. Þessi rannsókn felur í sér endurmat á ritheimildum um ferðir norrænna manna í Austurvegi, allt frá því að getið er um þá í frönskum annálum 838 og fram á 15 öld. Hér verður fjallað um norræna menn eins og þeir birtast í heimildum frá mismunandi menningarsamfélögum og hvernig veru þeirra í Austurvegi er lýst. Stuðst er við frumheimildir frá ýmsum menningarsamfélögum, s.s. Rómarveldi, kalífaríkinu, Garðaríki og Norðurlöndum. Sérstaklega er hugað að því hvernig væringjar voru hluti af sköpun sjálfsmyndar í ólíkum samfélögum og á mismunandi tímum. Rýnt verður í skrif arabískra landfræðinga um víkinga sem nefndust Rus og hvernig sú orðræða snýst að verulegu leyti um sjálfsmyndir. Arabískar heimildir hafa mikla sérstöðu varðandi sögu Rus á 9. og 10. öld og verður rýnt í nokkur einkenni þeirrar orðræðu. Einnig verður fjallað um hlutverk væringja í ríkismyndun í austur-slavneskum furstadæmum miðalda og hvernig væringjar urðu hluti af upprunagoðsögnum þeirra ríkja. Töluvert er getið um væringja í íslenskum miðaldaheimildum og hafa slíkar frásagnir vakið athygli fræðimanna víða um lönd en ekki hefur verið tekið tillit til þróunar rannsókna á Íslendingasögunum sem heimildum undanfarna áratugi. Ætlunin er að taka sögu væringja til endurskoðunar í heildrænu samhengi og leggja sérstaka áherslu á hvernig meta beri íslenskar heimildir um norræna menn í Austurvegi. Rannsóknin er hugsuð sem framlag til hugarfarssögu og til sögu miðaldaorðræðunnar um væringja.

Fyrirlestrar:

  • Þórir Jónsson Hraundal. „Væringjar í arabískum heimildum“
  • Daria Segal. „Slavonic sources on the Varangians”
  • Sverrir Jakobsson. „Hvenær uppgötvuðu Íslendingar væringja?“
  • Kjartan Jakobsson Richter. „Hetjudáðir Ólafs Tryggvasonar og Þorvalds víðförla í Austurvegi“
  • Ivelin Ivanov. St Cyril and St Methodius" University of Veliko Tarnovo

Málstofustjóri: Sverrir Jakobsson.

Útdrættir

Væringjar í arabískum heimildum.  

Frásagnir af víkingum er að finna í mörgum arabískum miðaldaverkum. Flest eru þau rituð í Mið-Austurlöndum, aðallega Bagdad, en nokkur í Al-Andalus, veldi múslima á Íberíuskaga. Í þessum verkum eru notuð ýmis heiti yfir þá. Algengast er Rus, en einnig má finna Majus, Urduman og jafnvel mismunandi útgáfur af þessum nöfnum. Fáar heimildir geta um Væringja (ar. Warank), en þær eru þó áhugaverðar, eins og rit Al-Biruni þar sem talað er um Væringjahaf (Bahr al-Warank) og Mahmud Al-Kashgari sem nefnir þá meðal þjóða Austur-Evrópu. Warank kemur einnig fyrir í verkum áhrifamikilla arabískra fræðimanna síðar á miðöldum eins og Abu l-Fida', Qazwini og Al-Dimashqi.  

Í fyrirlestrinum verður farið yfir nafnanotkun arabískra landafræðinga og sagnaritara yfir hina ýmsu hópa Skandínava á Víkingaöld bæði út frá menningarlegum og landfræðilegum uppruna skrásetjarana sem og mismunandi tímabilum. Skoðað verður sérstaklega hvernig warank birtist í þessum heimildum, og hvernig þetta orð gæti hafa borist til fræðimanna í Mið-Asíu og allt til Kashgar í Xinjiang á elleftu öld.

Varangians in Slavonic sources. Descriptions and attitudes.  

The paper will survey the descriptions of Varangians the medieval Slavonic sources, such as the Russian Primary Chronicle, along with other chronicles, Rus Justice, Prologue (Synaxarion), and Kyiv-Pechersky Paterikon. Such discussion allows understanding better the perspectives of the educated strata of the early polities of Rus’ towards the past events involved Scandinavian presence. From the mid-11th century and through the 12th century, the writing, both ecclesiastical and secular, flourished on the territory of Kievan Rus’. With that, confrontations around royal succession to the throne along with the triggers from the South and the East led to the creation of somewhat biased narratives, which aimed not only to tell stories but also to stabilise the ruling system. The paper discusses the variety of roles attributed to Scandinavians such as Christians coming from Constantinople and residing in Rus’, mercenaries helping in political struggles and even a voivode, through comparison and deduction of differences between the variants of these narratives. The emphasis is made on the text prerequisites, which might have resulted in text variations.     

Hvenær uppgötvuðu Íslendingar væringja? 

Lesendur Íslendingasagna rekast hér og þar á frásagnir um menn sem slógust í lið með væringjum. Í Brennu-Njáls sögu segir til að mynda af Kolskeggi, bróður Gunnars á Hlíðarenda, sem hélt alla leið til Miklagarðs og gerðist málaliði. Spurðist það til hans að hann kvongaðist þar og var höfðingi fyrir Væringjaliði og var þar til dauðadags.“ Staðalmyndin af væringjum sem finna má í Íslendingasögunum þróaðist á löngum tíma. Elstu norrænu heimildir um víkinga í Austurvegi eru rúnasteinar og dróttkvæði frá 11. öld en þar er ekki getið um væringja. Ekki heldur getið um þá í ýmsum frásögnum sem fjalla um norrænt fólk sem fór til Miklagarðs á 12. öld og var þar til lengri eða skemmri tíma. Þar má t.d. nefna menn eins og Eindriða unga, Hreiðar sendimann og Eirík, bróður Sverris konungs, sem virðast allir hafa verið á mála hjá keisaranum. Þáttaskil virðast verða með konungasögum eins og Morkinskinnu og Heimskringlu þar sem fjallað er um væringja í liði keisarans og leggja þær frásagnir grunn að staðalmyndum um væringja í Íslendingasögum. Þar eru væringjar í ýmsum hlutverkum og skiptir þar máli hvort þeir áttu sér líf á Íslandi eftir dvölina í Miklagarði. Sjá má mun á frásögnum eftir landshlutum þar sem mismunandi einstaklingar fengu þann heiður að hafa verið „fyrsti væringinn“. 

Hetjudáðir Ólafs Tryggvasonar og Þorvalds víðförla í Austurvegi. 

Hér er fjallað um heimsmynd íslenskra sagnaritara á miðöldum og sýn þeirra á hinn svokallaða Austurveg. Ólafur Tryggvason sem nefndur hefur verið sem kristniboðskonungur Íslendinga er í ýmsum sögum frá því undir lok 12. aldar sagður hafa boðað kristni í Garðaríki í umboði keisarans í Miklagarði. Inn í þá frásögn blandast svo síðar meir sögur af hinum íslenska Þorvaldi víðförla. Sérstakur áhugi íslenskra sagnaritara á ríkjunum á Austurveginum og hvernig þeir byggja sífellt ofan á og breyta jafnvel og bæta við þær frásagnir vekja sérstaka athygli með tilliti til hins mikla klofnings (e. The Great Schism) innan kirkjunnar. Sjónum verður beint að þróun sagnaritunar um Noregskonunginn Ólaf Tryggvason sem elstu norrænu heimildir segja að hafi verið fóstraður í Garðaríki og alist þar upp. Elstu sögur af Þorvaldi víðförla eru yngri og vekur sérstaka athygli hvað hlutverk hans eykst stöðugt eftir því sem árin líða og sögunum fjölgar. Að lokum verður vikið að því þegar þessir tveir postular Austurvegsþjóða hittast í sögu sem markar hápunkt sagnaritunar um Ólaf Tryggvason, Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu. 

St Cyril and St Methodius" University of Veliko Tarnovo

The present article is an attempt at an analysis of the organization, strategy, and tactics of the Kyiv's 963-972 ruler Svyatoslav I Igoryevich's armies of 968-971, according to the description found in certain Byzantine and Russian sources, and some Scandinavian sagas. The author analyses those campaigns not only from the point of view of their impact on medieval Bulgaria but also in the light of (and in comparison with) the Viking invasions in medieval Europe.

The article emphasizes the following questions: What was the real and primary goal of the great campaign of 969-971 against Bulgaria? Why couldn't the Bulgarians offer any effective resistance to that invasion? Can we draw a parallel between this great campaign and the pattern of the Viking raids and expeditions of the 9th-11th century period against the British Isles, the Frankish lands, and Eastern Europe?

Analyzing the scanty information from the sources, the author concludes that Svyatoslav's ambitious plans for a war against Byzantium can be associated with a planned widening to the south of the territories under his control, thus creating a base at the Lower Danube. Moreover, the author concludes that the campaigns under question could be regarded as a part of a general strategic plan for enhancing Varangian pressure on the Byzantine capital and its vicinity.

Next, the author compares the information about the Kievan Rus' fleet with the data from the archaeological finds in Ukraine today, and the ones from Snorri Sturluson's Sagas assuming that the μονόξυλα described in the 'De administrando Imperio' were close in parameters to some widely used Norse ships like karvi and snekje, as well as to some late medieval Ukrainian ships like bajdak, chajka, and choven.

Finally, the author concludes that the critical analysis of the sources gives us grounds to define Svyatoslav's campaigns in question as part of, or episode from, the Norman invasion of Europe of the 9th -10th  c.