Header Paragraph

Opnun sýningarinnar Heimsins hnoss

Image

Sýningin Heimsins hnoss. Lúinn kistill, silfurskeið og nærbuxur (með gati) verður opnuð í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands laugardaginn 5. nóvember kl. 14. 

Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður opnar sýninguna. Þá mun Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði við Háskóla Íslands, segja frá rannsókninni sem sýningin er byggð á. Verið öll velkomin.

Hægt er að fræðast um rannsóknarverkefnið Heimsins hnoss á hh.hi.is.

Image