Skafti Ingimarsson

Image
Skafti

Nýdoktorsstyrkur Rannsóknasjóðs Rannis 2021-2024.

Verkefni: Einar Olgeirsson og kommúnistahreyfingin á Íslandi.

Lýsing: Rannsóknin fjallar um Einar Olgeirsson (1902-1993) ritara Kommúnistaflokks Íslands (1930-1938) og formann Sameiningarflokks alþýðu - Sósíalistaflokksins (1938-1968). Rannsóknin beinist að Einari og samtíð hans og sýnir að stjórnmálastefna hans og skipulagshæfileikar áttu stóran þátt í því að fámennum hópi kommúnista tókst að gera lítinn byltingarflokk, sem stofnaður var við upphaf kreppunnar miklu, að fjöldaflokki sósíalista á dögum kalda stríðsins. Sérstök áhersla er lögð á notkun nýrra frumheimilda úr einkaskjalasafni Einars en þær varpa nýju ljósi á ævi og störf eins umdeildasta stjórnmálaforingja Íslendinga á 20. öld.