Sýning á dánarbúum ‒ lúinn kistill, silfurskeið og nærbuxur
Opnuð hefur verið sýning í Þjóðminjasafninu á vegum rannssóknarverkefnisins Heimsins hnoss: Söfn efnismenningar, menningararfur og merking. Sýningin nefnist Heimsins hnoss: Lúinn kistill, silfurskeið og nærbuxur (með gati) og hún mun standa í Bogasal safnsins til 17. september 2023.
Sýningin teflir saman upplýsingum um dánarbú sem varðveittar eru á Þjóðskjalasafni Íslands og gripum úr munasafni Þjóðminjasafnsins með það að markmiði að varpa ljósi á efnisheim fólks á 18. og 19. öld. Hvað átti fólk? Hvers virði voru eigur þess? Hvernig endurspeglast eigur fólks fyrr á öldum í varðveittum menningararfi þjóðarinnar?
Árið 2018 hlaut rannsóknarverkefnið Heimsins hnoss öndvegisstyrk frá Rannís. Að verkefninu stóð hópur hug- og félagsvísindafólks við Háskóla Íslands sem vann að því í samstarfi við erlenda sérfræðinga víða um heim. Verkefninu stjórnaði Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í menningarsögu við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði, Háskóla Íslands. Rannsóknin fólst í því að varpa ljósi á efnislegar eigur fólks á síðari öldum og meta hvernig þessir hlutir mynda menningararf íslensku þjóðarinnar í dag. Tvö ólík söfn um eigur fólks frá fyrri tíð lágu til grundvallar rannsóknarverkefninu. Annars vegar skjöl með upp skrifuðum dánarbúum Íslendinga í Þjóðskjalasafni Íslands og hins vegar munasafn Þjóðminjasafns Íslands. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um rannsóknarverkefnið á hh.hi.is.
Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í menningarsögu við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði, Háskóla Íslands.
Árið 2018 hlaut rannsóknarverkefnið Heimsins hnoss öndvegisstyrk frá Rannís. Að verkefninu stóð hópur hug- og félagsvísindafólks við Háskóla Íslands sem vann að því í samstarfi við erlenda sérfræðinga víða um heim. Verkefninu stjórnaði Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í menningarsögu við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði, Háskóla Íslands. Rannsóknin fólst í því að varpa ljósi á efnislegar eigur fólks á síðari öldum og meta hvernig þessir hlutir mynda menningararf íslensku þjóðarinnar í dag. Tvö ólík söfn um eigur fólks frá fyrri tíð lágu til grundvallar rannsóknarverkefninu. Annars vegar skjöl með upp skrifuðum dánarbúum Íslendinga í Þjóðskjalasafni Íslands og hins vegar munasafn Þjóðminjasafns Íslands. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um rannsóknarverkefnið á hh.hi.is.