Hrafnkell Lárusson

Hverjir völdu fulltrúa fólksins?

Meginmarkmið þessa verkefnis er að rannsaka þátttöku (og þátttökuleysi) íslenskra kjósenda í alþingiskosningum 1874–1903, tímabils sem var mótunarskeið þess lýðræðisfyrirkomulags sem tók á sig mynd í byrjun 20. aldar og hefur þróast á Íslandi til samtímans. Í verkefninu felst annars vegar greining á félagslegri stöðu kjósenda sem neyttu kosningaréttar síns í Alþingiskosningum á árabilinu 1874–1903 sem og þeirra sem ekki greiddu atkvæði og hins vegar með greiningu á félagslegri stöðu frambjóðenda, tengslanet þeirra og aðra samfélagslega þætti sem höfðu áhrif á möguleika þeirra til að ná kjöri. Rannsóknin nær til landsins alls og við hana munu allar tiltækar kjörskrár og atkvæðabækur sýslumanna sem nýttar voru við kosningar á tímabilinu verða rannsakaðar og færðar á stafrænt form. Markmiðið er að skrárnar myndi síðar leitarbæran gagnagrunn með almennu aðgengi.

Image
Hrafnkell Lárusson