Starfsfólk

Gestafræðimenn
Image
Guðmundur Jónsson

Árni Daníel Júlíusson

Sérfræðingur

Doktorsnemar

(ahb9@hi.is)
Leiðbeinandi: Sigurður Gylfi Magnússon
Veraldlegar eigur fólks á 19. öld og staða þeirra í menningararfi samtímans. Efnismenning og varðveisla í samtímanum.

Doktorsrannsókn þessi snýst um að skoða efnismenningu í fortíð og nútíð. Eigur fólks úr dánarbúsuppskriftum frá 19. öld verða dregnar fram og þær bornar saman við þann efnisheim sem birtist í safnkosti Þjóðminjasafns Íslands frá sama tíma. Með því að tefla þessum tveimur heimildum saman gefst færi á því að átta sig betur á því hve síbreytilegt fyrirbæri efnismenning er. Eða með orðum, samband manna og hluta. Helsta markmið rannsóknarinnar er að veita nýja innsýn í hversdagslíf fólks í bændasamfélagi 19. aldar ásamt því að dýpka skilning á ferlinu sem á sér stað þegar menningararfur verður til.  Hvað segja eigurnar um einstaklingana og samfélagið? Hvers konar gripir eru varðveittir á Þjóðminjasafninu? Og að lokum, ber þessum tveimur heimildarsöfnum saman um fortíðina?  Doktorsrannsókn þessi er hluti af öndvegisverkefninu Heimsins hnoss. Söfn efnismenningar, menningararfur og merkin.

(blr3@hi.is)
Leiðbeinandi: Sverrir Jakobsson
Áfram með smjörið: The Cultural Significance of Dairy Products in Medieval Iceland

This project will achieve a better understanding of the cultural significance of dairy products in the context of Icelandic culture, particularly the historical relationship between humans and milk products (milk, skyr, butter, cheese, and mysa) in Icelandic history between 1000-1500 AD. The research is guided by close contextual analysis of key Íslendingasögur [Sagas of the Icelanders] texts, which are set in the everyday lives of medieval Icelanders and as such reflect common knowledge and use of dairy-producing animals and dairy products. This work will engage with existing research from historical and literary studies of milk-based practices and folkloric knowledge in order to discuss the evolution and purpose of milk products in medieval Icelandic culture with contextualizing support from elsewhere in Scandinavia in order to show that dairy products are in fact an emblem of culture as defined by historian Fernand Braudel.

(bjornjb10@ru.is)
Leiðbeinendur: Ragnheiður Kristjánsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir
Embætti þjóðhöfðingja Íslands. Frá stofnun konungsríkisins Íslands til vorra daga

Höfuðrannsóknarspurning þessa verkefnis er: Hvert er hlutverk forseta Íslands í ljósi sögu embættisins og þeirra valdheimilda sem honum er búnar lögum samkvæmt? Aldrei hefur verið unnin í senn lögfræðileg og sagnfræðileg samanburðarrannsókn á hlutverki og stöðu forseta Íslands. En rækileg og vandleg lögfræðileg rannsókn á embættinu frá sögulegu sjónarhorni og með alþjóðlegum samanburði yrði án efa mikilvægt innlegg í þær umræður sem átt hafa sér stað um embættið, og kann auk þess að varpa á það nýju ljósi. Rannsóknin verður byggð á rækilegri könnun frumheimilda sem mun án efa leiða til nýs og dýpri skilnings á embættinu. Til að skilja embættið til hlítar er mikilvægt að rannsaka rætur þess sem liggja í stofnun embættis konungs Íslands árið 1918.

(brh19@hi.is)
Leiðbeindandi: Valur Ingimundarson
The Icelandic Women’s Alliance: Challenging a Political System from a Feminist Perspective, 1983–1999

Verkefnið tekur fyrir Samtök um Kvennalista á árunum 1983-1999, hugmyndafræði þess og stefnumál. Litið er á hvernig grundvallarhugmyndafræði hreyfingarinnar um reynsluheim kvenna og hvernig stefnumál í öllum málaflokkum á dagskrá íslenskra stjórnmála voru þróuð út frá því og hvaða málefni hreyfingin bar á borð íslenskra stjórnmála. Samtök um Kvennalista eru staðsett í samhengi við hvort í senn íslensk stjónmál sem og innlendar og alþjóðlegar kvennahreyfingar samtímans. Með því að skoða Kvennalistann sem félagshreyfingu sem tók sér pláss á sviði stjórnmálannna er ætlunin að skýra sérstöðu hans. Saga hreyfingarinnar er rakin með tilliti til þessara atriða og þannig skal lagt mat á hvernig til tókst að ná fram markmiðum sínum og hvaða áhrif hún hafði.   

The research project examines The Women‘s Alliance in Iceland 1983-1999, its ideology and policies. It focuses on how the basic ideology of „Women‘s World of Experince was used to develop policies in all matters on the agenda in Icelandic Politics and also the ones the movement additionally contributed. The Women‘s Alliance is put inthe the contexts of both Icelandic Politics and contemporary women‘s movement in Iceland and on foreign ground. By looking at the Women‘s Alliance as social movement that leapt into the political sphere it is the intention to explain how it differentiated from other political forces in its time. In this perspective the history of the movement is analysed and its results and influences are assessed.

(btho2@hi.is)
Leiðbeinandi: Már Jónsson
Handritasöfnun Jóns Sigurðssonar

Í ritgerðinni verður fjallað um handritasöfnun Jóns Sigurðssonar, ástæður hennar, deilur sem komu fram í kjölfarið og viðbrögð þar að lútandi, einkum þátt menningarlegrar þjóðernishyggju. Tímarammi ritgerðarinnar miðast við tímabilið 1840-1880 að mestu og stuðst við ævisögulega nálgun (e. biographical approach). Til greiningar er notast við auðmagnskenningar Pierre Bourdieu, líkan Miroslav Hroch um menningarlegan bakgrunn þjóðernishreyfinga í Evrópu, líkan Joep Leerseen um ræktun menningar (e. cultivation of culture) og jafnframt tekið mið af sjónarhorni atbeinis eða gerendahæfni (e. agency). Heimildir ritgerðarinnar eru einkum bréfasöfn Jóns og samferðamanna hans sem varðveitt eru á Þjóðskjalasafni, handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, og Þjóðminjasafni, einnig umræður á Alþingi, greinar í blöðum og tímaritum, fundargerðir félaga og skjalasafn Landsbókasafns og Hins íslenska bókmenntafélags.

(das47@hi.is)
Supervisor: Sverrir Jakobsson
Varangians and Rus. Constructing collective identities

The aim of this work is to examine Old Church Slavonic and Old Norse-Icelandic written sources to locate identities attributed to the Scandinavian presence in Eastern Europe between the 10th and 13th centuries. This study is not aimed at establishing a historical truth but rather at contributing to the discourse around the attitudes towards Scandinavians in Eastern Europe during the aforementioned period through the prism of collective and communication memory. Special attention will be given to the construction and transformation of cultural identities, including social and religious ones. This project will likewise discuss the roles played by the cult of saints as an example of the establishment and the strengthening of the newly introduced religious identity in Eastern Europe and Scandinavia.

(egillnielsson@gmail.com / ethn1@hi.is)
Leiðbeinandi: Valur Ingimundarson
Samskipti Norðurlandanna og Kína um málefni norðurslóða: marghliða, svæðisbundnar og tvíhliða víddir á 21. öld

Markmið verkefnisins er að greina samskipti Kína og Norðurlandanna um málefni norðurslóða á 21. öld.  Áhersla er lögð á vísindalega, pólitíska og efnahagslega þætti, þar sem stuðst verður við fræðilegar nálganir í alþjóðasamskiptum, samtímasögu  og svæðisfræða. Norðurlöndin eru öll landfræðilega innan norðurslóða og hafa sína eigin norðurslóðastefnu þar sem svæðinu er lýst sem mikilvægum hluta af stefnumörkun og hagsmunum ríkjanna. Kínverjar hefur notast við hugtakið „nær norðurslóðaríki“ til að setja fram tilkall um lögmæta hagsmuni Kína á norðurslóðum sem byggja á sögulegum, vísindalegum, lagalegum og efnahagslegum þáttum, þar á meðal endurvakningu „silkileiðarinnar“. Í fyrstu norðurslóðastefnu Kína sem var birt var árið 2018 er nýtt hugtak „heimskautasilkileiðin“ kynnt, auk þess sem þátttaka Kínverja í alþjóðlegum stofnunum og norðurslóðasamstarfi er sett í samhengi við hagsmuni Kína á norðurslóðum. Norðurlöndin fimm eiga ekki síður í innbyrðis samkeppni en samstarfi á norðurslóðum. Hins vegar verður sýnt að þau hafi að ákveðnu leyti tekið höndum saman í samskiptum sínum við Kína á þessu sviði.  Hinn margþætti samstarfsvettvangur sem komið hefur verið á fót til að greiða fyrir tengslum milli Kína og Norðurlandanna um málefni norðurslóða eru því bæði í formi tví- og marghliða samskipta á sviði vísinda, efnahags og stefnumótunar. Færð verða rök fyrir því að það falli vel að norðurslóðastefnu Kína sem leggur upp úr heildstæðri nálgun í samstarfi við Norðurlöndin þótt landfræðipólitískir þættir hafi talsverð áhrif á samskiptin, ekki síst áhrif Bandaríkjanna. 

(gudrun.hardardottir@gmail.com)
Leiðbeinandi Sverrir Jakobsson
Myndefni í kirkjulegum íslenskum miðaldainnsiglum

Myndefni í miðaldainnsiglum endurspeglar sjálfsmynd innsigliseigandans og stöðu hans í samfélaginu og er því einstætt heimildaefni bæði í listrænum og sagnfræðilegum skilningi. Þungamiðja rannsóknarinnar er á birtingarmyndir arkitektúrs í innsiglum biskupa og kapítula innan Niðarósserkibiskupsdæmis, einkum í Noregi og á Íslandi þó svo efnið sé fyrst og fremst skoðað út frá einstökum biskupsdæmum. Lagt er fram rökstutt mat á því hversu nálægt raunveruleikanum þessir byggingaþættir í innsiglismyndunum gætu verið. Rannsóknin dregur einnig fram það sem er líkt og ólíkt milli einstakra biskupsstóla. Horft er á efnið í hinu stóra samhengi alþjóðlegu miðaldakirkjunnar og rannsóknin ætti því að varpa fersku ljósi á tengslanet íslensku kirkjunnar við kirkjustofnanir á erlendri grund, hreyfanleika klerkastéttarinnar og stíláhrif á milli landa.

(hannagud@hi.is)
Leiðbeinandi: Ragnheiður Kristjánsdóttir
Konur við hvarfpunkt. Myndlist, kyngervi og listsöguleg orðræða á Íslandi frá síðari hluta 19. aldar til 1960

Um er að ræða þverfaglega ritgerð (á sviði listfræði og sagnfræði) þar sem meginmarkmiðið er að greina listsögulega orðræðu með tilliti til kyngervis (e. gender) og kynjafræðilegrar aðferðafræði (e. feminist methodology). Í fyrsta lagi er lögð áhersla á að greina orðræðu í blöðum og tímaritum um viðtökur á verkum myndlistarkvenna í samanburði við verk starfsbræðra þeirra. Í öðru lagi er markmiðið að kanna hvort og hvernig (myndlistar)konur  brugðust við kynjaðri orðræðu (eða þöggun) í menningu og listum og þá á hvaða vettvangi. Í þriðja lagi er leitast við að kanna hvort sú orðræða sem birtist hérlendis sé á einhvern hátt staðbundin eða samhljóma þeirri sem erlendir feminískir listfræðingar hafa sýnt fram á að hafi átt sér stað í öðrum löndum.

Women at the vanishing point. Art, gender and art historical discourse in Iceland from the late nineteenth-century to 1960
The objective of this interdisciplinary thesis (in art history and history) is to deconstruct art historical discourse in Iceland as gendered and gendering. It scrutinizes how the art historical discourse on women artists was constructed and analyzes reactions and criticism of women’s work versus men’s work. The aim is to assess women’s cultural agency; if and how they responded and reacted. Furthermore, the aim is to review the international context and whether the gendered discourse is somehow equivalent to what feminist art historians have shown to have taken place in other countries.

(ldp3@hi.is)
Supervisor: Beeke Stegmann (Viðar Pálsson)
Bookmaking in late 14th century Iceland. A codicological study on the production of manuscripts in the European context

Iceland’s manuscripts have long been research objects within different disciplines. Another well-established research field is the history of medieval European book production. However, Iceland has hitherto only been peripherally included in the discourse and it is usually simply assumed that the production methods followed the European tradition.  

This doctoral project aims to examine, whether the production details of medieval Icelandic manuscripts are indeed comparable to the continental trends or if there were distinctive developments. The thesis focuses on manuscript production in the late 14th century and primarily uses manuscripts known to be produced at Helgafell as examples. The findings of their analyses will then be compared to the Western European manuscript tradition in order to shed light on anticipated differences. 

(mak77@hi.is)
Supervisor: Sverrir Jakobsson
Vaðmál, the Household, and Cloth Production in Medieval Iceland

This project examines the homespun cloth vaðmál for insight on gender roles in textile production in medieval Icelandic society, using vaðmál as a tool to understand how gender was formed and practiced in this medieval society. Based upon mainly textual resources, the outcome of this project is to recast the role of women, particularly the Icelandic housewife, to demonstrate how gender relations and labour were less separated than interdependent. Using gender theory to study the production and use of vaðmál, it will be evident that medieval Iceland utilized the labour force and skills of both genders in adaptation of this traditional type of cloth into a quasi-national cottage industry and that the housewife played a significant role in the regulation of its production.

(osg5@hi.is)
Leiðbeinandi: Guðmundur Jónsson
Landsins bú árið 1703

Markmið rannsóknarinnar er að byggja upp heildstæða mynd af stöðu bændaheimila við upphaf 18. aldar – tekjur þeirra, útgjöld og eignarstaða. Búfjárreikningar af þessari stærðargráðu hafa ekki verið framkvæmdir áður í íslenskri sagnfræði. Með þeim verði hægt að bera saman efnahag mismunandi heimilisgerða og landsvæða með nákvæmari hætti en áður.

Í ritgerðinni eru nýttar einstakar heimildir frá byrjun 18. aldar. Árið 1703 var að skipun konungs tekið manntal og kvikfjártal á Íslandi og skráning ítarlegrar jarðabókar hafin. Gögnunum var ætlað að veita embættismönnum upplýsingar um hag landsins, búskap og kjör bænda, í því skyni að stuðla að umbótum. Vegna þessara heimilda er árið 1703 einstakt fyrir það magn upplýsinga sem varðveittar eru um íbúa landsins og hag þeirra.

(pgk2@hi.is)
Leiðbeinandi: Guðmundur Jónsson
Fæðuöryggi á Íslandi og Finnmörku á síðari hluta 18. aldar

Það er ýmislegt sem bendir til þess að almenningur á Íslandi á 18. öld, hafi verið í meiri hættu á að deyja úr hungri, en íbúum annars staðar á Norðurlöndunum. Að efnahagskerfið á Íslandi hafi verið vanmáttugra til að takast á við skyndileg efnahagsáföll, en á nágrannalöndunum. Markmiðið þessarar rannsóknar er að bera saman fæðuöryggi á Íslandi og Finnmörku og meta áhrif samfélagslegra stofnana á viðnámsþrótt.

(rdf1@hi.is)
Supervisor: Jan Van Nahl and Sverrir Jakobsson
Christianity in Pre-Conversion Norway: An Historical-Archaeological Analysis

While scholars have examined the Christianization and conversion process in Norway to great length, their research tends to be focused on the socio-political factors that encouraged conversion, or on the interaction between the pre-existing Norse belief systems and Christianity. However, Christianity at the time was not a monolithic belief system either, and various local practices and rites existed, which likely influenced the conversion of Norway. Therefore, my project seeks to examine the influences which shaped the growth of Christianity in Norway before the official conversion, in order to determine what early Christian communities in Norway looked like, how they operated, and whether or not they possessed any unique features within the wider Christian spectrum.

(rej7@hi.is)
Supervisor: Sverrir Jakobsson
Kennimadr ok klerkr godr: The Worldview of the Medieval Icelandic Canon (Heimsmynd íslenskra kanúka á miðöldum)

Kanoki, brother, monk, priest, prior, abbot, raðsmáður, officialis, coadjutor, and bishop: These are all titles that a medieval Icelandic canon regular may have had. He may have received his main religious title (Canonicus regularis/kanúki) in a cloistered environment with his fellow canons in their canon house, but the door was not shut and locked. Wherever he was needed, his order called him to act for the sake of his community, his cathedral, and society in general. He was a scribe, editor, and textual consultant who put his efforts toward temporal and Church law, as well as theology, spiritual edification, and world historical knowledge. This project aims to unveil these religious people in medieval Iceland and their relationship to their brothers in the secular Church.

(shj28@hi.is)  
Leiðbeinandi: Ólöf Garðarsdóttir 
Ómagar á óöld -  Fyrirkomulag fátækraframfærslu árið 1703. / Paupers and poor relief during the aftermath of the 1690 famine years in Iceland. 

Hér er fátækraframfærslan og staða fátækra í íslensku landbúnaðarsamfélagi við upphaf 18. aldar í brennidepli. Framfærslukerfið er skoðað eins og það birtist í þremur samtímaheimildum, manntali, kvikfjártali og jarðabók. Árin í kring um 1700 einkenndust af harðindaskeiði í Evrópu og varð Ísland illa úti í því. Vegna kvartana íbúa landsins réðust dönsk yfirvöld í ástandsrannsókn og eru þessar frumheimildir afurðir þeirrar vinnu.
Samkvæmt manntali voru rúmlega 15% landsmanna í stöðu sveitarómaga og greina frumheimildirnar frá ýmsum áhugaverðum upplýsingum varðandi fyrirkomulag framfærslumála á þessum tíma. Tilgátan er sú að við upphaf 18. aldar hafi þrenns konar fyrirkomulag fátækraframfærslu verið við lýði. Í rannsókninni verður þessi tilgáta sannprófuð og áhersla lögð á að kanna mun milli landshluta bæði hvað varðar fyrirkomulag fátækraframfærslu og stöðu fátækra. 

(solveig@hi.is)
Leiðbeinandi: Sigurður Gylfi Magnússon
Vald, vanmáttur og viðnám. Eitt hundrað og ein/saga af jaðrinum 1770–1936

Um er að ræða rakningu á lífsþráðum einstaklinga sem nútímaskilgreiningar myndu flokka sem einstaklinga með andlegar og/eða líkamlegar skerðingar. Heimildirnar eru einkum og aðallega opinberar samtímaheimildir af öllu mögulegu tagi. Heimildirnar eru meira og minna varðveittar á Þjóðskjalasafni Íslands og á héraðsskjalasöfnum víða um land. Hluti þessara heimilda er aðgengilegur á rafrænu formi en töluverður hluti er enn bara aðgengilegur á hverju safni fyrir sig.

Rannsóknin tekur til 101 einstaklings - 52 kvenna og 49 karla alls staðar að á landinu. Fæðingarár þeirra eru frá 1771-1922. Þar af eru sjö blindir, 26 daufdumbir (alls konar útgáfur) 15 fótlama (alls konar útgáfur) 8 geðveik og 29 þroskaskert (alls konar útgáfur). Þá er einstök tilfelli að ræða, fæðingargallar, lamanir vegna heilablóðfalls, flogaveikir, holdsveikir, einstaklingar með alvarlega beinkröm ofrv.

Um 20 einstaklinganna eru með „margþættar skerðingar.“ og oft er erfitt að greina hvaða skerðingar hafa mest áhrif á líf viðkomandi.

(smb13@hi.is) 

Supervisor: Guðmundur Jónsson 
Net-works: the Development and Significance of the Pelagic Trawl 

This project examines technological change in fisheries through the study of the pelagic trawl. The invention, development, and the successful use the trawl is charted through the mid-twentieth century. In particular the network of inventors, netmakers, and scientists who contributed, and the institutions which encouraged and financed the innovation process. The drivers of change within a world rapidly adopting a plethora of new technologies are examined for their impact and the effect on the key participants. The core of the project is based on the Social History of Technology, with some adaptations. The significance of the pelagic trawl is examined through the economic impact of the trawl and growing pelagic fisheries of this time period. 

(trb3@hi.is / tryggvibrynjarsson@gmail.com)
Leiðbeinendur: Guðmundur Hálfdánarson og Ragnheiður Kristjánsdóttir.
Against Iceland. Human rights rebellions and the softening of state power in the late twentieth century.

Rannsókn þessi leiðir saman ótengda einstaklinga sem börðust, fyrir dómstólum og í almennri umræðu, fyrir viðurkenningu og leiðréttingu á því sem þeir litu á sem brot ríkisvaldsins á þeirra eigin mannréttindum. Samhliða því að greina hvernig stjórn- og dómskerfi brugðust við slíkum málum, þar sem lögreglumenn og/eða sérfræðingar innan íslenska réttarvörslukerfisins sátu undir ásökunum um misferli, leitast rannsóknin við að draga fram ólíkar merkingar og mögulegar breytingar á sjálfu mannréttindahugtakinu á síðasta þriðjungi 20. aldarinnar. Þetta verður m.a. gert með því að staðsetja íslensku söguna innan stærri hugmyndafræðilegra strauma tímabilsins, en nýlega hafa sagnfræðingar haldið uppi frjóum umræðum um „vatnaskilin“ sem munu hafa átt sér stað á alþjóðavettvangi á 8. áratugnum, með víðtækar afleiðingar fyrir skipti ríkja og einstaklinga.